Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag bandarískum ríkisborgurum yrðu veittar auknar heimildir til að ferðast til Kúbu.

Frá því að John F. Kennedy, þáverandi forseti, setti viðskiptabann á Kúbu árið 1962 hefur bandarískum ríkisborgurum verið meinað að ferðast til Kúbu nema með sérstöku leyfi yfirvalda.

Samkvæmt tilkynningu Obama verður skóla- og kirkjuhópum heimilt að ferðast til Kúbu. Auk þess verður þeim Bandaríkjamönnum sem eiga ættingja á Kúbu heimilt að ferðast þangað.

Þá sagði Obama jafnframt að auknar ferðaheimildir bandarískra ríkisborgara væri liður í því að ýta undir sjálfstæði kúbverskra ríkisborgara.