Verðbólga á ársgrundvelli var óbreytt á evrusvæðinu í febrúar og mældist 1,8%. Verð hækkaði um 0,3%, en um 0,5% í janúar. Hækkanir á Spáni og á Ítalíu vógu á móti verðhjöðnun í Frakklandi. Hækkanirnar eru raktar til hærra verðs á hótelum, veitingahúsum og á miðaverði á menningarviðburði.

Fram kemur í tölum frá tölfræðistofnun Evrópusambandsins að undirliggjandi verðbólga sé til staðar í hagkerfum myntbandalagsins og styrkir það væntingar um að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti upp í 4% í júní.