Peningastefnunefnd Englandsbanka hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,5%. Þetta kemur fram á vef BBC News .

Ekki er hægt að segja að ákvörðun peningastefnunefndairnnar komi á óvart, en sex ár eru síðan nefndin breytti síðast stýrivöxtum bankans.

Ekki er búist við því að bankinn hækki vextina á þessu ári, en verðhjöðnun mældist í landinu í aprílmánuði sem nemur 0,1%.