Hagvöxtur í þróuðum ríkjum var nánast óbreyttur á þriðja fjórðungi. Hagvöxtur í Bandaríkjunum og Bretlandi jókst en það dró úr hagvexti í Japan og á evrusvæðinu.

Efnahags- og framfarastofnunin  telur að hagvöxtur hafi að meðaltali verið 0,5% á þriðja fjórðungi. Það er jafnmikið og hann var á öðrum fjórðungi.

Hagvísar sem Efnahags- og framfarastofnunin birti í síðustu viku benda til þess að hagvöxtur muni aukast á evrusvæðinu, í Kína og í Bretlandi en muni ekki aukast að ráði í Indlandi, Brasilíu og Rússlandi.

Wall Street Journal greindi frá þessu.