Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, er sammála sendifulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjósins að fella eigi niður tímamörk um afnám gjaldeyrishaftanna. Hún telur tímamörkin letjandi.

Daria Zakharova, sem er í sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði að hvati þurfi að vera til staðar til að fá aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum Seðlabankans. Meðal annars með því að fella niður dagsetningu um afnám gjaldeyrishaftanna. Hún segir sömuleiðis mikilvægt að gera kjör aflandskrónueigenda verri eftir því sem tíminn líður, meðal annars með stighækkandi útgönguskatti.

Oddný vildi í samtali við RÚV þó ekki fullyrða að frumvarp komi frá ríkisstjórninni um að fella eigi niður tímamörkin.