Tólf mánaða verðbólga mældist 4,8% í júlí hjá OECD ríkjunum og hækkar milli mánaða en í júní mældist verðbólgan 4,4%.

Vísitala neysluverðs jókst að meðaltali um 0,4% í júlí en hafði hækkað um 0,6% í júní að því er fram kemur í gögnum frá OECD.

Mest mælist hækkunin á orkuverði en það hefur að meðaltali hækkað um 22,5% milli ára í júlí en hafði í júní hækkað um 19,3% milli ára.

Þá hafa matvörur hækkað um 7,2% (höfðu hækkað um 6,5% í júní). Ef matvörur og orka eru aðskilin hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,3%.