*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Innlent 25. september 2020 10:24

Ófagmannleg málsmeðferð í úboðinu

Lögmaður Michelle Roosevelt Edwards telur að höfnun Icelandair byggi „augljóslega á öðrum forsendum en fjárhagslegum.“

Ritstjórn
Michelle Roosevelt Edwards.
vb.is

„Það er ekki einu sinni hægt að segja að tilboði hennar hafi verið hafnað. Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Roosevelt Edwards í samtali við Fréttablaðið. Þar segir hann að hún hafi fengið mjög ófagmannlega málsmeðferð í útboðinu og hyggst skoða réttarstöðu Edwards.

Sjá einnig: Boði Edwards í Icelandair hafnað

„Við lítum þá gróflegu mismunun sem þarna átti sér stað mjög alvarlegum augum,“ sagði Páll. Edwards átta sjö milljarða króna tilboð í hlutafjárútboði Icelandair, eina tilboðinu sem var hafnað. Alls söfnuðust 23 milljarðar króna.

Sjá einnig: Edwards að kaupa stóran hluta útboðsins?

Segir hann að höfnun Icelandair byggi „augljóslega á öðrum forsendum en fjárhagslegum“ og að aðrir þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar fjármögnun og hún.