Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafa að meðaltali um tíu manns flutt af landi brott umfram aðflutta á hverjum einasta degi undanfarin tvö ár. Þetta þýðir um leið að tvær til þrjár íbúðir losna á hverjum einasta degi, ýmist til sölu eða leigu. Leiða má líkur að því að um leið dragi úr eftirspurn sem leiði til verðfalls fasteigna.

Á fyrstu þrem ársfjórðungunum 2010 fluttu samtals 5.700 manns af landi brott, en 4.100 manns fluttu til landsins. Nettóstaðan var því sú að 1.600 manns hurfu af landi brott umfram aðflutta á þessum níu mánuðum ársins. Það þýðir að nærri 7 manns fluttu að jafnaði af landi brott á hverjum einasta degi á fyrstu níu mánuðunum, eða sem svarar nærri tveim meðalfjölskyldum á dag. Þetta bætist við 4.835 einstaklinga sem fluttu af landi brott umfram aðflutta á árinu 2009, eða rúmlega 13 manns á hverjum einasta degi. Að meðaltali er þetta um 10 manns á dag síðustu tvö árin.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .