Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hvatti í dag til aðgerða gegn efnahagskreppunni á alþjóðlegum fundi stærstu seðlabanka heims í Sao Paulo í Brasilíu í dag.

Fjallaði forsetinn þar um nauðsyn þess að sporna gegn auknu atvinnuleysi og fetar hann þannig í fótspor Barck Obama sem einnig tjáði sig um efnahagsmál og erfitt útlit í atvinnumálum nýverið.

Lula segir orsakir kreppnunnar vera m.a. þær að menn hafi í haft oftrú á hinum frjálsa markaði. Þannig hafi kreppan hafist í öflugustu og frjálsustu hagkerfum heims. Eftirlit með fjárfestum hafi stórlega skort.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

Lula gagnrýndi ofríki Bandaríkjamanna og hinna svokölluðu G7 ríkja, augljóst sé að ríkin séu ekki í stakk búin að leysavandamál efnahagskreppnunnar. Hann sagði að tími væri kominn á nýtt stjórnkerfi í alþjóðafjármálum og samráð fleiri ríkja.

Hin svokölluðu „BRIC“ ríki sem eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína hafa nú legt saman krafta sína og vilja þau m.a. styrkja stöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).