Og Vodafone og Reykjavíkurborg hafa samið um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar borgarinnar til næstu fjögurra ára. Munu ljósleiðaratengingarnar tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar, eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu Og Vodafone. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Ennfremur kemur fram í tilkynningunni að samningurinn muni gera Reykjavíkurborg kleift að efla gagnanet borgarinnar og tengja fleiri staði fyrir lægri upphæð en hingað til hefur verið mögulegt. Og Vodafone mun jafnframt annast viðbragðseftirlit fyrir Reykjavíkurborg vegna tenginganna en flutningsgeta víðnetsins er frá 100 Mb/s til 1 Gb/s með möguleika á stækkun í 10 Gb/s.