Samkvæmt Hagsjá Landsbankans er óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði í Reykjavík miðað við að kaupa það. Þegar skoðað er á hlutfall milli kaupverðs og leiguverðs er það mjög lágt, sem þýðir að það sé betra að kaupa.

Í Hagsjánni kemur fram að hlutfallið milli ársleigu og kaupverðs þurfi að breytast mikið til að hagstætt verði að leigja. Nánar tiltekið þyrfti leiguverð að lækka um þriðjung, en langt er síðan jafn óhagstætt var að leigja. Eina tímabilið sem hlutfallslega var hagstæðara en að leigja en kaupa var frá 2005-2008.

Þá bendir Hagsjáin á að Reykjavík gegni sérstöðu þegar kemur að borgunum á Norðurlöndunum. Kaup/leigu hlutfallið er mun lægra hér heldur en annars staðar og er leiguverð því hlutfallslega hátt miðað við verð. Annað hvort er leiga því hlutfallslega hærri eða söluverðið hlutfallslega lægra en annars staðar. Í Stokkhólmi er hægt að kaupa eign með sem nemur 40 ársleigum en í Reykjavík þarf einungis 13 ársleigur.

Hægt er að nálgast Hagsjána í heild sinni með því að smella hér .