Lífeyrirssjóðir
Lífeyrirssjóðir
"Á þessari stundu er útilokað að ræða um tap lífeyrissjóðanna. Hér er um að ræða lækkun á eignum sem gæti gengið til baka. Reynist þetta aftur á móti varanlegt ástand á erlendum verðbréfa - mörkuðum gæti þetta haft áhrif á trygging afræðilega stöðu sjóðanna sem gæti leitt til lækkunar lífeyrisgreiðslna á næsta ári,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en erlend hlutabréfaeign sjö stærstu lífeyrissjóða landsins hefur rýrnað um 35 milljarða króna frá lokum júnímánaðar en eins og öllum ætti að vera kunnugt hefur hlutabréfaverð hríðlækkað um allan heim undanfarna daga og vikur. Þetta leiðir útreikningur Viðskiptablaðsins í ljós en í honum er miðað við eign þeirra sjö lífeyrissjóða sem um ræðir á erlendum hlutabréfum og í erlendum hlutabréfasjóðum sem skipta með skráð hlutabréf.

Miðað er við eignina í lok síðasta árs eins og hún er gefin upp í ársreikningum sjóðanna. Til einföldunar er jafnframt gert ráð fyrir að hlutabréfaeignin sé vísitöludreifð, þ.e. að samsetning eignasafnanna taki mið af hlutabréfavísitölum og er þá miðað við MSCI World vísitöluna sem yfirleitt er talin gefa besta mynd af heildarþróun hlutabréfamarkaða í heiminum.

Hækkun framan af ári

Sameiginleg eign þessara sjö sjóða, sem eru LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyrissjóðurinn, Stafir og Stapi, í skráðum erlendum hlutabréfum, sérgreindum hlutabréfasöfnum og hlutdeildarskírteinum hlutabréfasjóða nam rúmum 273 milljörðum króna um áramót. Þar sem engar nýrri upplýsingar liggja fyrir er litið á þessa eign sem óbreytta í útreikningum Viðskiptablaðsins. Ekki er tekið tillit til gengisbreytinga krónunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.