Enn ríkir lagaleg óvissa um hvort Íslendingar skuldi Bretum og Hollendingum fimm milljarða evra vegna Icesave-reikninganna. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti í viðtali við sjónvarpsstöð Bloomberg. Greint er frá á vefsíðu fréttamiðilsins.

Eins og kunnugt er verður kosið um staðfestingu Icesave-samningana í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Ólafur Ragnar synjaði þeim staðfestingar. Líklegt er að kosningin fari fram 16. apríl nk.