*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 6. júní 2018 08:38

Ólga veldur afsögn formanns LSS

Stefán Pétursson formaður Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur sagt af sér vegna mögulegs klofnings.

Ritstjórn
Slökkviliðsmenn að störfum við Höfðatorg.
Haraldur Guðjónsson

Stefán Pétursson formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) sagði af sér á félagsfundi 5.júní 2018. Þetta kemur í kjölfar ólgu innan sambandsins undanfarin misseri. Stefán var kjörin formaður á 16. þingi LSS 2016 og var sjálfkjörin í embættið á17.þingi LSS nú í apríl.

LSS hélt 17. þing sambandsins í lok apríl síðastliðinn. Þegar fulltrúi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins dró framboð sitt til formanns til baka á fundinum var Stefán sjálfkjörinn til áframhaldandi setu sem formaður. Í kjölfar aðalfundarins hefur umræðan um  ýmis ágreiningsmál orðið hávær segir í fréttatilkynningu frá Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra landsambandsins.

„Helstu ástæður deilnanna eru m.a. ólík sjónarmið um vægi atkvæða félagsmanna eftir starfshlutfalli og um fjölda þingfulltrúa. Gagnrýni á stjórn LSS hefur einnig komið fram og hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd þingsins í apríl. Þá hafa blandast inn í umræðuna hugmyndir frá mismunandi deildum slökkviliða um að skipta Landssambandinu upp í tvo hluta eða jafnvel að leggja af núverandi landssamband og stofna nýtt.“

Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna harmar þessar deilur en hann vonast til þess að farsæl lausn finnist sem allra fyrst sem allir félagsmenn geti sætt sig við. Félagsfundurinn ályktaði um að stjórn myndi kanna möguleikan á að halda auka aðalþing á haustdögum og verður sá möguleiki kannaður á næstu dögum.

Hann undirstrikar að þrátt fyrir þessa óvissu um framtíðarfyrirkomulag LSS muni hún ekki hafa nein áhrif á dagleg störf LSS né skerða stuðning þess við  félagsmenn. Magnús Smári Smárason varaformaður mun taka við embætti formanns.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is