Ríkisskattstjóri endurálagði tekjuskatt Ölgerðarinnar vegna öfugs samruna sem fór fram árið 2007. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær.

Ölgerðin þarf samkvæmt ákvörðuninni að greiða um 583 milljónir króna. Það nemur um þriðjungi bókfærðs eiginfjár félagsins. Ákvörðunin hefur verið kærð til Yfirskattanefndar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðinnar segir í samtali við blaðið að félagið hafi þegar greitt endurálagninguna. „Þessi ákvörðun kemur okkur í opna skjöldu og við munum mótmæla henni af fullum þunga. Að okkar mati þá stendur ekki steinn yfir steini í röksemdum embættis ríkisskattstjóra,“ segir Andri.