Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hittast síðar í dag í Brussel til þess að ræða bann við innflutningi á olíu frá Íran. Ef bannið tekur gildi verður það nýjasta skrefið í aðgerðum gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar þess.

Yfirvöld í Teheran neita framleiðslu kjarnavopna og segja að umræður séu eina leiðin til að leysa vandann, ekki viðskiptabönn. Í samtali við BBC segir utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Catherine Ashton, að fullur vilji væri fyrir viðræðum þrátt fyrir viðskiptabönn.

Olía er mikilvægasta auðlind Íran og fjármunirnir sem koma frá því auka völd núverandi stjórnvalda í Íran en ákvörðun Evrópusambandsins gæti haft skaðleg áhrif á efnahag landsins.