Þegar bornar eru saman tölur um 25 vinsælustu viðmæl­ endur ljósvakamiðla frá ára­ mótum reynist munurinn á við­ mælendavali fréttastofanna sláandi. Sami maður trónir raunar á báðum listum og þó röðin sé ögn önnur er sama fólk í efstu 4 sætum, en síðan fer að muna meiru eftir miðlum.

Til auðkenningar er haft strik hægra megin við nöfn þeirra 12 manns, sem finna má á báðum listum. Eins eru stjórnmálamenn litmerktir stjórn og stjórnarandstöðu. Aftan við nöfnin er svo hlutfallstala viðkom­ andi af öllum viðtölum viðkomandi miðils við efstu 25 viðmælendurna.

Af þessu má sjá að pólitíkusar eiga mun greiðari leið að miðlum RÚV en hjá 365, en þó ekki síður hve stjórn­ arþingmenn njóta gríðarlegra yfir­ burða í Ríkisútvarpinu. Af hlutfalls­ tölunum má einnig sjá að efstu menn eru rúmfrekari í RÚV og einsleitnin í viðmælendavali þannig meiri.