Heimsmarkaðsverð á olíu og eldsneyti er tekið að hækka á ný eftir að hafa lækkað mikið í lok síðustu viku og upphafi þessarar. Í gær hækkaði verða á olíu af Brentsvæðinu í Norðursjó um 4,3 dali/tunnu og kostar tunnan nú 114,9 dali og nálgast hún það verð sem var fyrir jarðskjálftann í Japan. Sömuleiðis hækkaði olía úr Mexíkóflóa um 3,5 dali/tunnu og kostar hún nú 101,4 dali.

Dægurverð á 95 oktana bensíni hækkaði um 30 dali/tonn á markaði í Rotterdam í gær og kostar tonnið nú 1057,5 dali. Hærra hefur verð á bensíni ekki farið það sem af er ári.

Verð hefur haldið áfram að hækka í viðskiptum í Asíu í nótt.