Álagning olíufélaganna á díseilolíu hefur hækkað um 157% frá árinu 2005 en á bensíni um 116% á sama tíma á verðlagi hvers árs. Fram kemur í umfjöllun um málið í FÍB-blaðinu, blaði íslenskra bifreiðaeigenda, að árið 2005 hafi álagning olíufélaganna á dísilolíu numið 15,3 krónum á líta en 39,3 krónum á lítra í fyrra. Á sama tíma fór álagning á bensíni úr 17,5 krónum á lítra í 37,9 krónur.

Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 72%.

Skammma olíufélögin

Tekið er fram í umfjöllun blaðsins að ekki liggi fyrir gögn um vægi afslátta og þjónustuverðs í meðal útsöluverði til neytenda. Við útreikningana var stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktana bensíni og dísilolíu. Í blaðinu segir að hluti skýringar á hækkun álagningarinnar geti verið hækkun flutningskostnaðar, m.a. vegna hruns krónunnar. Þá geti verið að olíufélögin hafi aukið álagningu til að kosta aukins áfsláttar- og tryggðarkjör. Þá hafi offjárfesting í verslunarhúsnæði og bensínstöðvum hafi einnig á hrif á álagninu.

Í blaðinu segir að það sé blekkingarleikur að hækka álagningu til að geta boðið hærri afslættio. „Svona viðskiptahættir þrífast því miður í því fákeppnisumhverfi sem einkennir íslenska olíumarkaðinn.“

Lægri álagning úti

Þá segir í umfjölluninni að til viðmiðunar nemi álagning dönsku olíufélaganna 21 danskri krónu á líta af eldsneyti og 24,5 krónum á lítrann í Svíþjóð.