Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldið áfram að lækka í dag eftir verðlækkanir undanfarna daga. Er verðið hjá Brent í London nú skráð á 73,84 dollara tunnan. Hjá WTI í New York er verðið 74,75 dollarar á tunnu.

Í síðustu viku virtist sem verðlækkanir sumarsins væru á enda og verðið stefndi hratt uppávið. Sú þróun snerist við í byrjun þessarar viku og hafa líka verið sveiflur á öðrum hrávörum á markaði.