Ollíuverð hefur lækkað lítillega í dag eftir metverð á mörkuðum í gær. Þrátt fyrir lækkunina hafa markaðsaðilar enn áhyggjur af minnkandi framboði frá Noregi og litlum birgðum hráoliu í Bandaríkjunum.

Brent hráolía til afhendingar í ágúst lækkaði um sjö sent í morgun var var tunnan á 58,25 dollara en í gær fór verðið í 58,58 dollara og hefur aldrei verið hærra.

Áhyggjur af verkfalli í Noregi heldur verðinu uppi en landið er þriðji mesti olíuútflytjandi í heimi. Þá eru auknar áhyggjur af framleiðslugetu olíuhreinsunarstöðvar ásamt birgðastöðu sem "olía á verð-eldinn".