Olíuverð gaf lítillega eftir í dag eftir að nýtt met var slegið. Verðið náði 115,54 dollurum á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Í Bretlandi náði verðið 112,45 dollurum, sem er tæpum dollar undir hæsta verði sem náðst hefur þar. Reuters greinir frá þessu.

Í síðustu viku minnkuðu hráolíubirgðir óvænt á sama tíma og eldneytisbirgðir minnkuðu umfram væntingar fjárfesta.

Greiningaraðilar höfðu spáð samdrætti um sem nemur 1,8 milljónum tunna í síðustu viku, en samdrátturinn reyndist vera mun meira eða 5,5 milljónir.