Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um 3 Bandaríkjadali í viðskiptum í dag.

Snemma í morgun hækkaði verð og fór nærri 112 Bandríkjadölum á tunnuna á mörkuðum í Asíu en eftir að markaðir opnuðu í Bandaríkjunum í morgun hefur verðið lækkað aftur.

Þegar þetta er skrifað er verð á olíu 107,12 Bandaríkjadalir á mörkuðum í New York og 103,12 dalir á mörkuðum í London.

Bensínverð hækkar á Íslandi

Þá hefur N1 hækkað verð á bensíni um 3,6 krónur í dag og er verð á bensínlítra nú 152,9 krónur og 147,9 í sjálfsafgreiðslu. Þá hækkaði einnig verð á dísilolíu og kostar lítrinn nú 162,90 en 157,90 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Olís og Skeljungur hafa ekki tekið ákvörðun um bensínverð í dag.