Heimsmarkaðsverð á olíu höktir nú á bilinu 64 til 66 dollarar tunnan. Það sem af er degi hefur olíuverð hjá Brent í London lækkað úr 66,37 dollurum í 65,75 dollara tunna. Hjá WTI á NYMEX í New York hefur verðið lækkað úr 65,03 í 64,51 dollara á tunnu. Er þetta þvert á þróun á hrávörumarkaði undanfarna daga, en ýmsar spár hafa gert ráð fyrir að verðið kynni að fara í 75 dollara á tunnu.