Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarnar þrjár vikur eftir miklar lækkanir á mánuðunum fyrir það.

Heimsmarkaðsverð á Brent hráolíu er nú 39,15 dalir á tunnuna, en það var komið undir 30 dali í síðasta mánuði. Talið er að verðlækkanir undanfarið hafi orsakast af væntingum fjárfesta að helstu olíuframleiðsluríki muni draga úr framleiðslu á olíu, en mikið offramboð hefur verið á olíu undanfarið. Bandaríkjadalur hefur einnig veikst undanfarið gagnvart helstu gjaldmiðlum, en olíuviðskipti heimsins fara almennt fram í Bandaríkjadal.

Heimsmarkaðsverð á olíu var síðast í 40 dölum um síðustu jól, en miklar verðlækkanir voru um og eftir áramót.