Verð á hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó hækkaði verulega á markaði í London í gær. Fatið af olíu með afhendingu í apríl kostar nú 105,74 dali og hækkaði það um 3,22 dali, 3,1% í viðskiptum í gær. Þá hefur verð á annarri olíu, WTI, hækkað mikið á mörkuðum í Asíu í nótt. Þannig kostaði fat af olíu með afhendingu í apríl 97,18 dali á markaði í Tokýó í morgun samkvæmt Bloomberg og er það hækkun um 8,3% miðað við lokaverð á markaði í New York á föstudag en markaðir voru lokaðir vestanhafs í gær vegna President’s day. Verð á olíu er nú það hæsta í tvö ár að sögn Bloomberg.

Eins og undanfarna daga er það óvissan um ástandið í Mið-Austurlöndum sem veltur titringi á markaði en mikil átök urðu í Líbýu, sem situr á stærstu olíubirgðum Afríku, í gærkvöldi.

Dægurverð á 95 oktana bensíni hækkaði um 14,5 dali á tonnið í gær og dægurverð á franskri díselolíu hækkaði um 33,3 dali á tonnið. Verð á framvirkum samningum í New York var óbreytt enda markaðir þar lokaðir eins og áður segir.

Verð á hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó hækkaði verulega á markaði í London í gær. Fatið af olíu með afhendingu í apríl kostar nú 105,74 dali og hækkaði það um 3,22 dali, 3,1% í viðskiptum í gær. Þá hefur verð á annarri olíu, WTI, hækkað mikið á mörkuðum í Asíu í nótt. Þannig kostaði fat af olíu með afhendingu í apríl 97,18 dali á markaði í Tokýó í morgun samkvæmt Bloomberg og er það hækkun um 8,3% miðað við lokaverð á markaði í New York á föstudag en markaðir voru lokaðir vestanhafs í gær vegna President’s day. Verð á olíu er nú það hæsta í tvö ár að sögn Bloomberg.

Eins og undanfarna daga er það óvissan um ástandið í Mið-Austurlöndum sem veltur titringi á markaði en mikil átök urðu í Líbýu, sem situr á stærstu olíubirgðum Afríku, í gærkvöldi.