Tunnan af WTI-hráolíu sem unnin er úr jörðu á svæðinu í kringum Mexíkóflóa kostar nú 78,8 dollara á markaði í New York og hefur WTI-olían ekki verið ódýrari en svo á þessu ári - miðað við dagslokaverð. Samkvæmt upplýsingum á vef Bloomberg hefur tunnan lækkað í verði um 1,1 dal í dag eða 1,4%. Þá hefur olía af Brentsvæðinu í Norðursjó einnig lækkað í dag, um 0,63%, og kostar tunnan af henni nú 103,3 dali sem er lægsta verð síðan í febrúar.