Olíuverð hefur aðeins lækkað á heimsmarkaði í morgun eftir að hafa komist hærra en sést hefur síðan í lok september í fyrra. Verðið á hrávörumarkaði í London stendur nú í 73,46 dollurum tunnan og 70,77 dollurum í New York.

Fyrst í morgun leit út fyrir áframhaldandi hækkun á olíuverði, en við opnun stóð verðið hjá Brent í London í 73,23 dollurum á tunnu. Hæst hefur verðið þar í morgun farið í 74 dollara, en hefur síðan lækkað lítillega.

Svipuð þróun er á markaði í New York. Þar var upphafsverð í morgun 70,67 dollarar á tunnu, en fór hæst í 71,25 dollara áður en það tók að lækka að nýju.