Vaxtaákvörðun Seðlabankans var kynnt í höfuðstöðvum hans í morgun. Í gjaldeyrisútboði bankans sem fór fram í gær bárust 98 tilboð, samtals að fjárhæð 33,1 milljón evra, í kaup á evrum og 24 tilboð samtals að fjárhæð 16,2 ma. króna um kaup á krónum fyrir evrur en öllum tilboðum var hafnað. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að tilboðunum var hafnað vegna þess að of mikið verðbil hafi verið á milli þeirra.

Már ítrekar að útboðsferlið sé tímabundið framtak en þrjú önnur gjaldeyrisútboð eru skipulögð á næstunni. Engu að síður gefur niðurstaða útboðs gærdagsins ekki skýra vísbendingu um að útboðsferlið sé að renna sitt skeið á enda.

VB Sjónvarp ræddi við Má.