*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 23. janúar 2020 16:43

Öll félög nema eitt lækkuðu

Markaðsvirði Marel hefur lækkað um 47,8 milljarða í vikunni.

Ritstjórn

Rautt var á nær öllum tölum í Kauphöllinni í dag en 19 félög af 20 á aðalistanum lækkuðu í verði í rúmlega 2,4 milljarða viðskiptum dagsins. 

Mest lækkun varð á bréfum Marel eða 2,98% í 797 milljóna viðskiptum sem voru jafnfram mestu viðskipti dagsins. Bréf Marel hafa nú lækkað um 9,6% í vikunni eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag og nemur lækkun á markaðsvirði þess í vikunni 47,8 milljörðum króna. 

Þá lækkuðu bréf Icelandair um 2,64% í 153 milljóna viðskipum og bréf Eikar um 2,38% í 87 milljóna viðskiptum. 

Bréf Heimavalla voru þau einu sem hækkuðu í dag en þó ríflega eða um 5,65% í 62 milljóna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan, OMXI10 lækkaði um 2,19% og stendur nú í 2.068,6 stigum.