Stjórnvöld Venesúela hafa lokað öllum útibúum McDonalds í landinu í 48 klukkustundir. Ástæðan er sögð vera ófullnægjandi skattskil skyndibitakeðjunnar.

McDonalsd rekur 115 veitingastaði í Venesúela.

Frá því að Hugo Chavez, forseti Venesúela, tók við völdum fyrir 10 árum síðan hefur hann hækkað skatta á fyrirtæki og hefur oft lokað fyrirtækjum tímabundið þegar þau standa ekki í skilum.

Nýverið lokuðu stjórnvöld í Venesúela öllum starfsstöðvum Pepsi í landinu, en auk þess hefur Chavez þjóðnýtt bandarísk olíufyrirtæki og stendur nú í málaferlum við Exxon vegna þess.

BBC greindi frá.