Landsbankinn hefur slitið formlegu söluferli á 99,9% hlut bankans í verktakafyrirtækinu Ístaki. Öllum tilboðum sem bárust var hafnað.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið að þau verðtilboð sem bárust hafi verið vel „fyrir neðan“ það sem Landsbankinn taldi viðunandi.

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að þessi niðurstaða breyti litlu fyrir starfsemi Ístaks