Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra. Þingflokki Sjálfstæðisflokksins var greint frá þessu á fundi nú í morgun. Skipun hennar verður svo staðfest á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan eitt.

Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007-2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009-2013. Hún tók þá ákvörðun um að hætta í stjórnmálum, en snýr nú aftur sem utanþingsráðherra.

Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.