Svínakjötsframleiðandi í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara, um 5 milljarða króna í bætur, vegna ólyktar og ónæðis tíu nágrannar svínabús í ríkinu urðu fyrir.

Eigendum svínabúsins er gefið af sök að hafa vitneskjum um ónæðið sem af starfsemi svínabúsins hlaust en ekki gripið til aðgerða.

Verði dómnum ekki snúið á hærri dómsstigum gæti hann haft áhrif fordæmisgildi og þar með haft áhrif á svínabú víðar í Bandaríkjunum. Málið er það fyrsta af tugum mál þar sem nágrannar svínabúa í Bandaríkjunum hyggja á lögsóknir vegna ónæðis sem hlýst af nálægð við svínabú er Fortune og AP greina frá.