Ársuppgjör Vodafone var kynnt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Fram kom að hagnaður fyrirtækisins hefði tvöfaldast á milli ára og að rekstrarniðurstaða þess hefði verið mjög misjöfn eftir ársfjórðungum. Á meðan farsímatekjur fyrirtækisins drógust saman um 9% á milli ára jukust tekjur vegna gagnaflutnings um 21% og tekjur vegna sjónvarpsþjónustu um 62% á árinu 2013. Gagnainnbrotið sem varð í desember hafði töluverð áhrif á rekstur Vodafone en að sögn Ómars Svavarssonar, forstjóra Vodafone kom fyrirtækið sterkar út úr þeim raunum.

VB Sjónvarp ræddi við Ómar.