*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 19. september 2019 16:29

Icelandair fellur enn

Icelandair er á niðurleið í Kauphöllinni og lækkuðu bréf félagsins um 3,25% í viðskiptum dagsins í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf Icelandair voru skráð á genginu 6,54 að loknum viðskiptum í Kauphöllinni í dag og höfðu þá lækkað um 3,25% yfir daginn. Verðmæti Icelandair hefur dregist saman um 30% það sem af er ári.  

Hlutabréf í Hampiðjunni hækkuðu mest allra fyrirtækja í dag eða um tæp 7%. Afar lítil viðskipti voru á bak við hækkunina eða fyrir 100 þúsund krónur en litlar hreyfingar eru jafnan með bréf Hampiðjunnar og eru aðeins sex viðskipti  skráð með bréfin síðan í júní. 

Að öðru leiti er frekar tíðindalítill viðskiptadagur að baki í Kauphöllinni, heildarvelta nam 1,6 milljarði króna og OMX vísitalan stóð í stað. Bréf Heimavalla lækkuðu mest eða um 4,1% í viðskiptum fyrir 9 milljónir króna. Þá lækkaði Össur um 1,7%

Arion SDB hækkaði um 1,5% í viðskiptum fyrir 400 þúsund krónur. Þá hækkaði Origo um 1,3% í viðskiptum fyrir 13 milljónir.