S taðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vatnsendajörð tilheyri dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested opnar það fyrir möguleika á höfðun skaðabótamála er gætu auðveldlega varðað milljarða króna. Ábúandi á jörðinni í dag er Þorsteinn Hjaltested, skattakóngur Íslands síðastliðin tvö ár. Hann er barnabarn Sigurðar Hjaltested sem lést árið 1966. Alla tíð síðan hafa erfingjar deilt harðvítuglega um eignarrétt á Vatnsendalandi.

Á föstudag í síðustu viku komst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi tilheyri dánarbúi Sigurðar. Málið höfðuðu erfingjar Sigurðar á hendur frænda sínum Þorsteini Hjaltested, systkinum Þorsteins og móður. Áður höfðu erfingjarnir unnið mál fyrir Hæstarétti þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skipa skyldi skiptastjóra yfir dánarbúinu þar sem engin gögn voru til um að skiptum hafi lokið með formlegum hætti.

Í tölublöðum Viðskiptablaðsins í júlí og ágúst síðastliðnum var ítarlega fjallað um deilurnar um Vatnsendaland.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.