Matsfyrirtækið Moody's gaf í dag Orkuveitu Reykjavíkur lánshæfiseinkunnina Baa1. Það er lækkun frá fyrri einkunn Orkuveitu Reykjavíkur og er hún í samræmi við breytingu Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs.

Horfur eru taldar neikvæðar. Helstu ástæður breytingar á einkuninni eru, að því er fram kemur í frétt Moody's, erfiðleikar í íslensku fjármála- og efnahagslífi, sem meðal annars birtist í nýlegri lækkun á lánshæfismati íslenska ríkisins úr A1 í Baa1, með neikvæðum horfum.