Markmiðið með „Plani“ Orkuveitu Reykjavíkur er annars vegar að fyrirtækið geti staðið undir rekstri sínum og 107 milljarða króna afborgunum á skuldum á næstu sex árum og hins vegar að gera OR „bankavæna“ að nýju. Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason, segir að það verði gert með því að afla meiri tekna, m.a. með gjaldskrárhækkunum og eignasölu, og með því að lækka útgjöld.

„Ekki stendur til að hækka gjaldskrár meira, en eigendur OR hafa sett það sem skilyrði að gjaldskrár hækki í takt við verðlag, sem þær höfðu ekki gert árin fyrir hrun. Við höfum miðað við að veitur OR skili um 5% arðsemi af fjárbindingu, en fyrir gjaldskrárhækkanirnar í fyrra og í ár var arðsemi mun lægri. Til dæmis var arðsemi fráveitunnar aðeins um 1,6%, sem gengur ekki upp þegar fjármagnskostnaður er mun hærri.“

Nánar má lesa um Orkuveituna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.