Lítið grænt er við það að virkja á vatnasvæði sem lax gengur upp í og vísindamenn með sérþekkingu á hafa sagt að muni valda því að vistkerfi laxaxstofnsins muni dragast stórlega saman og skaða laxastofninn.

Þetta segir Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, í grein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Með greininni svarar Orri Guðmundi Franklín Jónssyni, formanni flokksins Hægri grænna, sem hvetur til að reistar verði þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

Ossi segir þau hægri gildi sem Guðmundur Franklín boði varasöm enda hvatt er til útboðs á réttindum sem hvorki ríkisvaldið né Landsvirkjun eigi nokkuð í og jaðri því við þjóðnýtingu.

Grein Orra má lesa í heild sinni hér .