Þórður Á. Hjaltested var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands með 80 atkvæða mun á Elnu Katrínu Jónsdóttur.

Tekur hann við formennsku Kennarasambandsins á þingi þess þann 8. apríl nk.

Atkvæði féllu þannig að Þórður hlaut alls 3609 atkvæði eða 48,2% og Elna hlaut alls 3529 atkvæði eða 47,2 %. Auðir seðlar og ógildir voru 345 eða 4,6 %. Á kjörskrá voru 10.128. Atkvæði greiddu 7.483 eða 73,9 %. Kosning fór fram skriflega meðal félagsmanna KÍ dagana 22. – 26. nóvember og atkvæði voru talin 11. desember 2010.