*

laugardagur, 15. maí 2021
Sjónvarp 20. september 2013 15:04

Ósáttur við kaup á trjám fyrir 77 milljónir

Samtök skattgreiðenda voru stofnuð fyrir 10 árum síðan en þau benda almenningi á sóun í opinberum rekstri.

Edda Hermannsdóttir
Hleð spilara...

Stjórnmálamenn eiga ekki að komast upp með að eyða almannafé í dýr málverk og stór tré. Þetta segir Matthew Elliott, stofnandi samtaka skattgreiðenda í Bretlandi. Hann fjallaði um samtökin og sóun í opinberum rekstri á hádegisfundi í dag. 

Samtök skattgreiðenda á Íslandi, RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna stóðu fyrir fundinum.