Þeim áratugalanga sið að Óslóarbúar gefi Reykvíkingum tré fyrir aðventuna verður hætt. Tréð sem stóð á Austurvelli fyrir síðustu jól verður væntanlega síðasta tréð sem stendur þar.

Frá þessu er greint á vefnum Oslobyen.no . Þar segir að frá fimmta áratug síðustu aldar hafi Óslóarborg hoggið tré og gefið íbúum Rotterdam, Reykjavíkur og London. Nú verði hætt að gefa íbúum í Rotterdam og Reykjavík tré.

Talsmaður Ósló, Fabian Stang, segir að það sé orðið flókið mál og dýrt að gefa Íslendingunum tréð.