Gengi bréfa í Össuri hefur hækkað um 15% í dag og í gær en félagið birti uppgjör í gærmorgun. Afkoma félagsins á 2. ársfjórðungi var umfram væntingar og líklegt þykir að fyrirtækið sé nú búið að rétta úr kútnum. Söluaukningin var hátt í 40% en 15% ef að söluaukningin vegna kaupanna á Generation II er tekin burt. Þess má geta að Jón Sigurðsson forstjóri Össurar verður í Viðskiptaþættingum á Útvarpi Sögu kl.16.30.