Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra sagði í ræðu sinni sem flutt var á sjónvarpsskjá á Iðnþingi að innganga Íslands í ESB væri ekki á dagsskrá ríkisstjórnarinnar.

„Það breytir ekki þeirri skoðun minni að ávinningur af fullri þátttöku muni auka velmegun í landinu, t.d. með stöðugra gengi, lækkun viðskiptakostnaðar, lægri tollum og almennt lægra vöruverði,“ sagði Össur í ræðu sinni. Össur sagði að vextir hér væru alltof háir, gengið og óstöðugt og „Evrópusambandið kannski í dapurlegri fjarlægð.“