*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 26. júlí 2014 15:10

Ósvarað hvort birting standist lög

Fyrrverandi forstjóri Persónuverndar segir að skera þurfi úr því hvort birting álagningarskrár standist lög.

Ritstjórn

Að sögn Harðar Helga Helgasonar, lögmanns hjá Landslögum og fyrrverandi forstjóra Persónuverndar, er hvergi hægt að finna lagaheimild fyrirbirtingu listans yfir tekjuhæsta fólkið. Hann segir að dómstólar hafi ekki metið hefð sem nægjanlega heimild til skerðingar á friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrárinnar.

Hann segir að birting þessara upplýsinga veki líka almennt upp spurningar um friðhelgi einkalífs. Í 71. grein stjórnarskrárinnar segi að það megi ekki skerða friðhelgi einkalífs en þó megi takmarka hana með sérstakri lagaheimild „ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra“.

„Ég hef ekki séð neina fræðimenn taka á því hvort það sé brýn nauðsyn að birta þessar upplýsingar né heldur hvort það séu réttindi annarra að sjá hvort skattayfirvöld leggi rétta skatta á einstaklinga. Það eru vissulega góðir og mætir hagsmunir að leggja á rétta skatta en dugar það til að skerða megi friðhelgi einkalífs fólks?“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.