Hagfræðingar óttast er að bandaríski rikiskassinn tæmist á næstu vikum sem kunni að valda því að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar og lendi í greiðslufalli.

Af þessum sökum telja þeir mikilvægt að grípa til aðgerða, svo sem að stjórnmálamenn nái sér saman um að hækka skuldaþakið, þ.e. hlutfall þeirra skulda sem bandaríska ríkinu er heimilt að taka.

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir ýmsa sérfræðinga innan fjármálageirans og hagfræðinga ræða á bak við tjöldin um það hvað bíði handan við hornið og hvað sé til ráða fari svo að Bandaríkin fari í þrot.

Við þessar áhyggjur manna vestanhafs bætast við vandræðin sem hafa hlotist af því að ekki náðist að loka fjárlögum sem olli því að í vikunni lokaði fjöldi bandarískra stofnana og ríkisfyrirtækja ýmist að öllu leyti eða hluta í vikunni.

Í The New York Times segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi frest til 17. október næstkomandi til að hækka skuldaþakið. Náist það ekki muni bandaríska ríkið eiga 30 milljarða dala eftir í ríkiskassanum sem geti klárast á nokkrum dögum.