Verðbólga bæði hér á landi og í nágrannalöndunum hefur ekki verið hærri um langa hríð. Það skýrist meðal annars af því að heimsfaraldurinn og nú stríðið í Úkraínu hefur haft umtalsverð áhrif á framleiðslukerfi og flutningakerfi heimsins.

„Því miður er það alveg óþolandi að horfa á 10% og yfir 20% hækkanir í sumum tilfellum frá erlendum birgjum. Ég vona að því fari að linna en ég óttast að við þurfum að takast á við verðbólguna lengur en okkur hugnast,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Hann bendir á að á móti hafi krónan styrkst að undanförnu sem vinni gegn verðhækkunum. Þannig hafi Ölgerðin brugðist við og lækkað verð á innfluttri vöru í síðustu viku í takt við styrkingu á gengi krónunnar.

Nánar er rætt við Andra í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .