Rússneski Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um hálft prósentustig, eða úr 7,5 % í 8%. Hækkunin kom sérfræðingum mjög á óvart en þetta er í þriðja skiptið á fimm mánuðum sem seðlabankinn hækkar stýrivexti.

Samkvæmt frétt Financial Times er ástæðan fyrir hækkuninni sögð vera aukin spenna á alþjóðavettvangi, auk þess sem seðlabankinn sé að bregðast við hárri verðbólgu. Verðbólga í Rússlandi mælist nú 7,5% sem er einu prósentustigi yfir 6,5% verðbólgumarkmiði seðlabankans fyrir árið.

Í yfirlýsingu frá Rússneska seðlabankanum segir að ef deilur á alþjóðavettvangi haldi áfram að hafa slæm áhrif á efnahag landsins og ýta undir verðbólgu, þá muni bankinn halda áfram að hækka stýrivexti.