„Enn á ný hafa einhverjum landsmönnum borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu skatta.“

Þannig hljóðar tilkynning á vef Ríkisskattstjóra sem birt er á vef embættisins í morgun undir yfirskriftinni Enn um svikapósta.

„Ríkisskattstjóri vill árétta að þessar sendingar eru ekki frá embættinu komnar. Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum sem kunna að innihalda óværu,“ segir ennfremur í tilkynningunni þar sem fólki er bent á að leita til þjónustuvers RSK með frekari fyrirspurnir.